Aðalfundur Samtaka um söguferðaþjónustu 2016
verður haldinn í Norræna húsinu föstudaginn 29. apríl kl. 10.
Stjórn Samtaka um sögugferðaþjónustu boðar til aðalfundar samtakanna í Norræna húsinu föstudaginn 29. apríl kl. 10.00. Gögn fundarins er hægt að nálgast hér fyrir neðan. Dagskrá fundarins skv. samþykktum:
- Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
- Kynning og afgreiðsla aðildarumsókna.
- Afgreiðsla reikninga.
- Lagabreytingar (engar fyrirliggjandi)
- Starfsáætlun fyrir komandi starfsár og fjárhagsáætlun.
- Ákvörðun árgjalds.
- Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.
Tillögur stjórnar samtakanna vegna 6. dagskrárliðar, ákvörðunar árgjalds:
- Tillaga um árgjald:
Á síðasta aðalfundi SSF var samþykkt að veltutengja árgjald samtakanna og hafa fjóra gjaldflokka. Stjórn leggur nú til að flokkarnir verði aðeins þrír og innifalið í árgjaldi fyrir fulla aðild sé eftirfarandi:
- grunnskráning á vefinn sagatrail.is / soguslodir.is
- límmiði fyrir glugga eða vegg um aðild að SSF
- 50% afsláttur af þátttökugjöldum á fundum og ráðstefnum SSF
Árgjald 2016 Full aðild Aukaaðild (75%)
Gjaldflokkur 1 (ársvelta allt að 10 m.kr.) 16.000 kr. 12.000 kr.
Gjaldflokkur 2 (ársvelta 10-40 mkr.) 24.000 kr. 18.000 kr.
Gjaldflokkur 3 (ársvelta yfir 40 m.kr.) 30.000 kr. 22.500 kr.
Einstaklingar með aukaaðild greiði 6.000 kr.
- Tillaga um kynningargjald:
Frá árinu 2007 hefur kynningargjald verið 100.000 kr. og það hafa greitt þeir sem tekið hafa þátt í bæklingum samtakanna. Ákveðið hefur verið að draga úr bæklingaútgáfu SSF en beina fjármagni í meira mæli að netmarkaðssetningu. Í þeim tilgangi að fjölga þeim sem greiða kynningargjald og efla slagkraft markaðsstarfsins leggur stjórn samtakanna til að gjaldið verði 90.000 kr. árið 2016. Og að innifalið í kynningargjaldi sé eftirfarandi:
- ítarskráning á vef, s.s. skráning í fleiri flokka og í söguhringi
- staðsetning og upplýsingar í prentuðu kynningarefni
- afsláttur á auglýsingum
- hjá samstarfsaðilum SSF, s.s. Safnabókin
- í auglýsingaherferðum SSF
- fáni samtakanna (1 stk.)
- aðgengi að ljósmyndagrunni SSF
- aðstoð starfsmanns SSF við sýnileika á vef, s.s. TripAdvisor og Google Maps
FUNDARGÖGN: