Samtökin hafa að markmiði að standa fyrir tveimur félagsfundum á ári utan aðalfundar sem haldinn er að vori. Þessi félagsfundir eru haldnir vítt og breitt um landið og félagsmönnum gefst þá tækifæri til að sjá hvað aðrir eru að gera í söguferðaþjónustu.
Á félagsfundum er unnið í vinnuhópum að því að forma starf samtakanna og leggja línur um þau verkefni sem liggja fyrir á hverjum tíma.
Félagsfundur haustið 2015 verður haldinn í Vestmannaeyjum 15.-16. október.