Allt frá árinu 2008 hafa Samtökum um söguferðaþjónustu staðið fyrir árlegum Söguslóðaþingum. Þetta hafa verið opin málþing með tilteknu þema hverju sinni sem lýtur að söguferðaþjónustu. Aðalfyrirlesarar hafa oftast verið erlendir sérfræðinga á sínum sviðum en að auki allt nokkrir innlendir. Markmið samtakanna er að halda þessari hefð, bæði til að vekja athygli á þessari tegund ferðaþjónustu en ekki síður til að auka þekkingu félagsmanna.
Hér er hægt að finna dagskrár Söguslóðaþinganna frá upphafi:
Söguslóðir 2008 – Getið í eyðurnar
Aðalfyrirlesarar: Laurent Mazet-Harhoff fornleifafræðingur og Jutta Eberhards leikstjórnandi, bæði starfandi við Lejre Forsøgscenter í Danmörku.
Söguslóðir 2009 – Unnið úr arfinum
Aðalfyrirlesari: Stephen Harrison MBE, menningarfulltrúi ríkisstjórnarinnar á Mön og fráfarandi framkvæmdastjóri Manx National Heritage
Söguslóðir 2010 – Sögumaður og/eða sýndarveruleiki
Aðalfyrirlesari: Daniel Pletinckx, margmiðlunarfyrirtækinu Visual Dimensions, Oudenaarde í Belgíu.
Söguslóðir 2011 – Ferðalag til fortíðar
Aðalfyrirlesarar: Agne Säterberg og Maria Blomster sem stýra lifandi safni á járnaldarbýlinu Gene í Svíþjóð.
Söguslóðir 2012 – Sagan sem tekjulind
Aðalfyrirlesari: Aidan Pender, þróunarstjóri hjá Ferðamálaráð Írlands.
Söguslóðir 2013 – Leikræn túlkun sögunnar
Aðalfyrirlesari: Christopher Gidlow, framkvæmdatjóri leikrænnar túlkunar við
Historic Royal Palace í London.
Söguslóðir 2014 – Menningararfur er markaðsvara
Söguslóðir 2015 – Frá Jórvík til Eyjafjarðar
Aðalfyrirlesari: Sarah Maltby, framkvæmdastjóri sýninga og safna hjá York Archaeological Trust/The JORVIK Group í Englandi
Afmælismálþing 2016 – Tækifæri söguferðaþjónustunnar
Meðal fyrirlesara: Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Andri Snær Magnason rithöfundur.
Ráðstefna í tengslum við Evrópuverkefnið Follow the Vikings 2017 – Visiting the Vikings