Reikningar og fréttabréf

Ágætu félagar! Nú hafa verið sendir út reikningar vegna árgjalda og kynningargjalda fyrir árið 2018. Þeir ættu að hafa borist öllum í pósti ásamt fréttabréfi. Í því er rakið það helsta sem varðar starfsemi samtakanna um þessar mundir. Endilega kynnið ykkur það og stjórn treystir á skilvísar greiðslur. Hvað varðar nýja útgáfu af Íslandskortinu þá er enn...

Íslandskortið loksins komið út

Ágætu félagar í Samtökum um söguferðaþjónustu! Loksins er nýja kynningarefnið okkar á prenti komið út. Íslandskort samtakanna sem sýnir yfir 40 staði vítt og breitt um landið og hvetur fólk til að kynna sér söguferðaþjónustu enn frekar gegnum heimasíðunar http://www.sagatrail.is. R3-dreifing mun sjá um að skipta kortunum út fyrir bæklingana okkar í hilluplássum...

Fræðsluferð og aðalfundur 30. mars – 1. apríl

Ágætu félagar í Samtökum um söguferðaþjónustu! Stjórn hefur ákveðið að boða aftur til fræðsluferðar um Austurland og halda aðalfund samtakanna samhliða henni á Djúpavogi 1. apríl. Fræðsluferðin byrjar að kvöldi fimmtudagsins 30. mars og teygir sig um Hérað og Firði allt til Djúpavogs. Haldin verða erindi og heimsóttir áhugaverðir sögustaðir og sýningar....

Endurnýjaður samningur við iðnaðarráðherra

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Rögnvaldur Guðmundsson formaður Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF) skrifuðu 25. febrúar undir samning um eflingu söguferðaþjónustu á Íslandi. Markmið samningsins er að vinna að frekari uppbyggingu og þróun söguferðaþjónustu um land allt þar sem leitast verður við að auka upplifun ferðamanna og...

Samningur SSF og Íslandsstofu um starfsmann

Samningur Samtaka um söguferðaþjónustu og Íslandsstofu Íslandsstofa og Samtök um söguferðaþjónustu hafa skrifað undir samning um samstarfsverkefni á sviði söguferðaþjónustu. Samningurinn hefur þann tilgang að nýta þá samlegð sem verður til í störfum Íslandsstofu og Samtaka um söguferðaþjónustu og ná þannig betri árangri af verkefnum. Starfsmaður verkefnisins er...

FUNDUR Í SJÓMINJASAFNINU VÍKINNI 11. MARS

Ágætu félagar í SSF og sérstaklega þeir sem vinna með söguna fyrir árið 1300! Boðað er til fundar um Follow the Vikings verkefnið sem hófst á síðasta ári og stendur til 2019. Í verkefninu eru m.a. haldnar ráðstefnur með mismundandi þemum tvisvar á ári.  Næsta ráðstefna verður haldin  í Catoria á Spáni  25.-26. maí 2016 og síðan í Trelleborg i Danmörku í...

Félagsfundur í Eyjum 15.-16. okt.

Ágætu félagar! Næsti félagsfundur verður haldinn í Vestmannaeyjum dagana 15.-16. okt. Gert er ráð fyrir að félagar taki Herjólf frá Landeyjahöfn á fimmtudeginum kl. 09:45 og til baka frá Vestmannaeyjum á föstudag kl. 13.30. (mæting 30 mín. fyrir brottför) (Þeir sem ná ekki Herjólfi fyrr en kl. 12.30 á fimmtudegi munu þó ná í hádegisverðinn. Tilboð á gistingu frá...

Velkomin á innri vef SSF

Ágætu félagar í Samtökum um söguferðaþjónustu. Á næstunni verður gamli vefurinn okkar tekinn úr sambandi og nýr vefur fyrir ferðamanninn ræstur á slóðunum http://www.soguslodir.is og http://www.sagatrail.is. Sá vefur er sniðinn fyrir ytri markaðssetningu á aðilum að samtökunum. En við félagarnir verðum líka að eiga okkur samastað. Við getum notað Facebook-síðu...