Stjórn Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF) hefur tekið ákvörðun um að halda ekki formlegan félagsfund þann 14. nóvember eins og boðað hafði verið. Er það gert af tveimur meginástæðum. Annars vegar virðast félagsmenn hafa takmarkaðan tíma um þessar mundir til lengri samveru. Hins vegar er búið að boða til opins málþings um Söfn og ferðaþjónustu í Safnahúsinu...
Ágætu félagar! Vegna dræmrar þátttöku í fræðsluferðina um Austurland hefur henni verið aflýst eða öllu heldur frestað um óákveðinn tíma. Við munum heimsækja Austurland og fræðast um það sem þar er unnið í söguferðaþjónustu síðar. En í staðinn hefur stjórn samtakanna ákveðið að félagsfundur haustsins verði í Reykjavík 14. nóvember. Hægt er að taka...
Góðir félagar! Stjórn samtakanna hefur ákveðið að félagsfundur haustsins verði í formi fræðsluferðar um Austurland þetta haustið. Hún fer fram dagana 3.-5. nóvember og verður lágmarksþátttaka 20 manns. Gert er ráð fyrir að koma austur að kvöldi fimmtudags 3. nóv. og fræðsluferðinni lýkur seinnipart laugardags 5. nóv. Heimsóttir verða söguferðaþjónustustaðir...
Dear Members,
Hereby is an invitation to apply for the one-day conference with York Archaeological Trust in York Sunday 26th February 2017, where various aspects of working with the Viking-era material culture will be discussed.
Symposium invitation
To apply, send a paper of 20 minutes addressing the issues outlined in the attached invitation for this interdisciplinary conference. Please...
Stjórn SSF ákvað í sumar að ráða Katarzynu starfsmann okkar í nokkra mánuði í haustinu til að halda áfram að vinna í markaðsmálum samtakanna og aðildarfélaga. Eitt af því sem hún ætlar að gera á næstu vikum er að aðstoða félaga með fulla aðild og sem hafa greitt kynningargjald (90.000 kr.) við að verða sýnilegri á netinu. Við gerðum útttekt á þessu fyrr...
Í samstarfi við Íslandsstofu stóðu samtökin fyrir útsendingu fréttatilkynningar erlendis á stofndegi samtakanna 18. maí til að vekja athygli á söguferðaþjónustu á Íslandi og síðunni sagatrail.com. BZ.Comm í Þýskalandi sendi SAGATRAIL fréttatilkynninguna á 1.300 miðla Fréttatilkynningin fékk „24,9% opening rate“ sem skv. BZ.Comm er mjög gott. Eftir...
Boðað er til aðalfundar Samtaka um söguferðaþjónustu í Norræna húsinu föstudaginn 29. apríl kl. 10. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf en fundarboð er hægt að sjá hér og þar er einnig að finna ársreikning 2015.
Eftir hádegi kl. 13 hefst síðan söguslóðaþing undir yfirskriftinni Tækifæri söguferðaþjónustunnar. Íslandsstofa og Norræna húsið er...
Árvisst Söguslóðaþing Samtaka um söguferðaþjónustu verður haldið í Norræna Húsinu í Reykjavík föstudaginn 29. apríl. kl. 13-16:00. Missið ekki af áhugaverðum viðburði á 10 ára afmæli samtakanna. Aðalfundur samtakanna verður haldinn að morgni sama dags. Fundarboð verður sent út í næstu viku ásamt dagskrá...
Katarzyna Dygul starfsmaður Samtaka um söguferðaþjónustu er mætt til starfa og við bjóðum hana innilega velkomna. Hún verður með starfsaðstöðu hjá Íslandsstofu og við væntum mikils af því samstarfi og gleðjumst yfir þeim áfanga að vera loksins komin með starfsmann. Katarzyna mun verða í sambandi við félagsmenn á næstu vikum en hún vinnur að verkefnum sem stjórn...