Góðir félagsmenn!
Hér eru tæknimál leyst og hægt að tengjast fundinum hér
https://www.gotomeet.me/skriduklaustur
Góðir félagsmenn!
Hér eru tæknimál leyst og hægt að tengjast fundinum hér
https://www.gotomeet.me/skriduklaustur
Stjórn Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF) hefur tekið ákvörðun um að halda ekki formlegan félagsfund þann 14. nóvember eins og boðað hafði verið. Er það gert af tveimur meginástæðum. Annars vegar virðast félagsmenn hafa takmarkaðan tíma um þessar mundir til lengri samveru. Hins vegar er búið að boða til opins málþings um Söfn og ferðaþjónustu í Safnahúsinu við Hverfisgötu þann 18. nóvember á vegum Safnaráðs, Íslandsstofu, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þjóðminjasafnsins. Hvetur stjórn SSF félagsmenn sína til að fjölmenna þar.
Þar sem á borði stjórnar SSF liggja mörg miklvæg málefni um þessar mundir er í stað félagsfundar boðað til opins stjórnarfundar hjá Samtökum um söguferðaþjónustu mánudaginn 14. nóvember 2016, kl. 10-12 á Hótel Reykjavík Centrum við Ingólfstorg (fundarsalur – Fógetastofan). Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um mikilvæg málefni sem eru á dagskrá fundarins. Eins er afar gott að hittast til að bera saman bækurnar.
Reynt verður að senda fundinn út beint á netinu svo að þeir sem ekki eiga heimangegnt geti einnig verið með okkur þennan mánudagsmorgun. Upplýsingar um það verða sendar út fyrir fundinn.
Dagskrá:
1. Fjármál og starfsemi ársins
– staða fjármála og verkefna
– starfsmaður og samstarf við Íslandsstofu
2. Markaðsstarf SSF
– hvernig fylgjum við eftir markaðs- og kynningaráætlun 2015-2020?
– hvernig vinnum við saman útgáfu, vef og samfélagsmiðla?
3. Follow the Vikings – verkefnið
– hver er reynslan af verkefninu fram að þessu?
– skipulagning námsstefnu á Íslandi haustið 2016
– verður „Road show“ á Íslandi 2018?
4. Staða samtakanna á 10 ára afmæli
– hvað brennur mest á félögum SSF?
– er vinnan í ferðaþjónustu að drepa félagsstarfsemi?
– þurfum við að breyta áherslum? Meiri áhersla á innra starf, fræðsluferðir etc?
Sjáumst hress og sem flest.
Stjórnin
Ágætu félagar! Vegna dræmrar þátttöku í fræðsluferðina um Austurland hefur henni verið aflýst eða öllu heldur frestað um óákveðinn tíma. Við munum heimsækja Austurland og fræðast um það sem þar er unnið í söguferðaþjónustu síðar. En í staðinn hefur stjórn samtakanna ákveðið að félagsfundur haustsins verði í Reykjavík 14. nóvember. Hægt er að taka þann dag frá en staðsetning og nánari dagskrá verður gerð opinber á næstu dögum.
Góðir félagar! Stjórn samtakanna hefur ákveðið að félagsfundur haustsins verði í formi fræðsluferðar um Austurland þetta haustið. Hún fer fram dagana 3.-5. nóvember og verður lágmarksþátttaka 20 manns. Gert er ráð fyrir að koma austur að kvöldi fimmtudags 3. nóv. og fræðsluferðinni lýkur seinnipart laugardags 5. nóv. Heimsóttir verða söguferðaþjónustustaðir á Héraði, í Fjarðabyggð, á Breiðdalsvík og Djúpavogi og hlýtt á mörg fræðsluerindi. Vonandi hafa sem flestir tækifæri til að blása mæðinni eftir sumar- og hausttörn ferðaþjónustunnar og slást með í för. Skráning er hjá starfsmanni okkar á katarzyna@islandsstofa.is og skráningarfrestur er til 7. okt. Flugfélagið gefur góðan afslátt á flugi svo að kostnaður (gisting, matur, rúta) á einstakling er ca. 38.700 kr. ef menn koma akandi en 65.425 kr. ef menn nota flugið. Þar sem þetta er fræðsluferð eiga menn að geta sótt um styrk til síns stéttarfélags fyrir hluta kostnaðar. Nánari dagskrá og meiri upplýsingar er að finna hér í pdf-skjali ssffraedsluferd2016.
Dear Members,
Hereby is an invitation to apply for the one-day conference with York Archaeological Trust in York Sunday 26th February 2017, where various aspects of working with the Viking-era material culture will be discussed.
To apply, send a paper of 20 minutes addressing the issues outlined in the attached invitation for this interdisciplinary conference. Please send a 250 word abstract to earlymedieval@yorkat.co.uk by 4th November 2016.
Stjórn SSF ákvað í sumar að ráða Katarzynu starfsmann okkar í nokkra mánuði í haustinu til að halda áfram að vinna í markaðsmálum samtakanna og aðildarfélaga. Eitt af því sem hún ætlar að gera á næstu vikum er að aðstoða félaga með fulla aðild og sem hafa greitt kynningargjald (90.000 kr.) við að verða sýnilegri á netinu. Við gerðum útttekt á þessu fyrr í sumar og komumst að því að margir okkar félaga eru lítt sýnilegir á Google maps og TripAdvisor. Í dag er það afar miklivægt því að ferðamenn nota þessi forrit til að sjá hvar áhugaverð þjónusta er. Katarzyna er líka að vinna í heimasíðunni http://www.sagatrail.is og því gott að menn skoði upplýsingar um sig þar og sendi henni tillögu um breytingar ef við á. Við erum síðan alltaf á höttunum eftir góðum ljósmyndunum.
Þeir sem ekki hafa greitt kynningargjaldið til SSF geta alltaf uppfært sína aðild í það og fengið þá meiri þjónustu. En ég vona að þið sem þegar hafið gert það takið vel í aðstoð Katarzynu og setjið ykkur í samband við hana og nýtið starfskraftanna.
með kveðju Skúli Björn
Í samstarfi við Íslandsstofu stóðu samtökin fyrir útsendingu fréttatilkynningar erlendis á stofndegi samtakanna 18. maí til að vekja athygli á söguferðaþjónustu á Íslandi og síðunni sagatrail.com. BZ.Comm í Þýskalandi sendi SAGATRAIL fréttatilkynninguna á 1.300 miðla Fréttatilkynningin fékk „24,9% opening rate“ sem skv. BZ.Comm er mjög gott. Eftir fréttatilkynninguna hefur umferð þýskra aðila á vefsíðu Samtaka um söguferðaþjónustu aukist töluvert og skv. Stef hjá BZ.Comm hafa fleiri skoðað vefsíðuna heldur en myndirnar sem fylgdu fréttatilkynningunni en yfirleitt skoða flestir myndir og minna texta.
Um þessar mundir er unnið að því að færa inn á sagatrail.is upplýsingar um fleiri aðila sem eru með fulla aðild að samtökunum. Mikilvægt er að þeir sem ekki hafa þegar sent upplýsingar fyrir það geri það hið fyrsta og sendi til starfsmanns okkar katarzyna@islandsstofa.is.
Boðað er til aðalfundar Samtaka um söguferðaþjónustu í Norræna húsinu föstudaginn 29. apríl kl. 10. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf en fundarboð er hægt að sjá hér og þar er einnig að finna ársreikning 2015.
Eftir hádegi kl. 13 hefst síðan söguslóðaþing undir yfirskriftinni Tækifæri söguferðaþjónustunnar. Íslandsstofa og Norræna húsið er samstarfsaðilar samtakanna vegna þingsins og á því verða flutt mörg spennandi erindi. Meðal fyrirlesarar eru m.a. Andri Snær Magnason og Guðni Th. Jóhannesson. Þetta er níunda söguslóðaþingið sem samtökin standa fyrir og er sérstaklega veglegt í þetta sinn í tilefni tíu ára afmælis samtaknna í vor. Söguslóðaþingið er öllum opið en gott að menn skrái sig á islandsstofa@islandsstofa.is.
Árvisst Söguslóðaþing Samtaka um söguferðaþjónustu verður haldið í Norræna Húsinu í Reykjavík föstudaginn 29. apríl. kl. 13-16:00. Missið ekki af áhugaverðum viðburði á 10 ára afmæli samtakanna. Aðalfundur samtakanna verður haldinn að morgni sama dags. Fundarboð verður sent út í næstu viku ásamt dagskrá Söguslóðaþings.
Katarzyna Dygul starfsmaður Samtaka um söguferðaþjónustu er mætt til starfa og við bjóðum hana innilega velkomna. Hún verður með starfsaðstöðu hjá Íslandsstofu og við væntum mikils af því samstarfi og gleðjumst yfir þeim áfanga að vera loksins komin með starfsmann. Katarzyna mun verða í sambandi við félagsmenn á næstu vikum en hún vinnur að verkefnum sem stjórn hefur sett í forgang. Nánar um það síðar.