Árvisst Söguslóðaþing Samtaka um söguferðaþjónustu verður haldið í Norræna Húsinu í Reykjavík föstudaginn 29. apríl. kl. 13-16:00. Missið ekki af áhugaverðum viðburði á 10 ára afmæli samtakanna. Aðalfundur samtakanna verður haldinn að morgni sama dags. Fundarboð verður sent út í næstu viku ásamt dagskrá Söguslóðaþings.
Author: Söguslóðir
Starfsmaður samtakanna
Katarzyna Dygul starfsmaður Samtaka um söguferðaþjónustu er mætt til starfa og við bjóðum hana innilega velkomna. Hún verður með starfsaðstöðu hjá Íslandsstofu og við væntum mikils af því samstarfi og gleðjumst yfir þeim áfanga að vera loksins komin með starfsmann. Katarzyna mun verða í sambandi við félagsmenn á næstu vikum en hún vinnur að verkefnum sem stjórn hefur sett í forgang. Nánar um það síðar.

Endurnýjaður samningur við iðnaðarráðherra
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Rögnvaldur Guðmundsson formaður Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF) skrifuðu 25. febrúar undir samning um eflingu söguferðaþjónustu á Íslandi. Markmið samningsins er að vinna að frekari uppbyggingu og þróun söguferðaþjónustu um land allt þar sem leitast verður við að auka upplifun ferðamanna og afþreyingu sem byggir á menningararfi.
Áhersla er lögð á að byggja upp ferðaþjónustu sem lýtur að miðlun menningararfs og kynningu á sögu þjóðarinnar. Kannanir sýna að áhugi ferðamanna beinist í auknum mæli að þessum þætti sem getur orðið mikilvægur liður í aukinni dreifingu ferðamanna um landið að vetri jafnt sem sumri.
Í samningnum segir m.a. að á árinu 2016 muni Samtök um söguferðaþjónustu leggja áherslu á eftirfarandi verkefni sem m.a. teljast til forgangsmála í verkefnaáætlun Vegvísis í ferðaþjónustu:
- koma að gerð stefnumótandi stjórnunaráætlana fyrir ferðaþjónustuna í hverjum landshluta
- taka þátt í mörkun Íslands sem áfangastaðar með tilliti til menningararfs og sögu
- vinna að nýsköpun og vöruþróun í söguferðaþjónustu með sérstaka áherslu á „að gera söguna lifandi“ og auka upplifun ferðamanna
- stuðla að samvinnu við ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur um þróun söguferða og söguhringja
- efla markaðssetningu á söguferðaþjónustu innan lands sem utan
- vinna að fjölgun virkra aðila samtakanna
Samningur SSF og Íslandsstofu um starfsmann
Samningur Samtaka um söguferðaþjónustu og Íslandsstofu
Íslandsstofa og Samtök um söguferðaþjónustu hafa skrifað undir samning um samstarfsverkefni á sviði söguferðaþjónustu. Samningurinn hefur þann tilgang að nýta þá samlegð sem verður til í störfum Íslandsstofu og Samtaka um söguferðaþjónustu og ná þannig betri árangri af verkefnum. Starfsmaður verkefnisins er Katarzyna Dygul. Hún hefur áður starfað hjá alþjóða ráðgjafafyrirtækinu Tendensor í Svíþjóð sem sérhæfir sig í mörkun áfangastaða ásamt því að starfa m.a. hjá Baltic Development Forum og Iceland Unlimited. Samstarfsverkefnið er tímabundið í 3 mánuði og mun starfsmaður samtakanna starfa á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina.
Rögnvaldur Guðmundsson, formaður samtakanna og Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu skrifuðu undir samninginn sem tekur gildi 1. apríl.
FUNDUR Í SJÓMINJASAFNINU VÍKINNI 11. MARS
Ágætu félagar í SSF og sérstaklega þeir sem vinna með söguna fyrir árið 1300!
Boðað er til fundar um Follow the Vikings verkefnið sem hófst á síðasta ári og stendur til 2019.
Í verkefninu eru m.a. haldnar ráðstefnur með mismundandi þemum tvisvar á ári. Næsta ráðstefna verður haldin í Catoria á Spáni 25.-26. maí 2016 og síðan í Trelleborg i Danmörku í lok september.
Við hjá SSF munum síðan bjóða ráðstefnu í verkefninu í september á næsta ári (2017).
Fyrstu ráðstefunni er lokið og var hún haldin í Foteviken rétt sunnan við Malmö í Svíþjóð og þar tóku um 100 manns þátt. Því er um að ræða frábært tækifæri til lærdóms og tengslamyndunar við aðila víðsvegar í Evrópu sem eru að þróa ferðaþjónustu er byggir á víkingatímanum.
Óskum eftir að fá til fundarins 11. mars sem flesta þá félaga í SSF sem eru að vinna með víkinga- og/eða söguritunartímann (þ.e. fram til 1300)
Stjórn SSF hefur ákveðið að styrkja allt að fjóra félaga í SSF um 500 Evrur til að fara á hverja af þessum ráðstefnum. Gert er ráð fyrir að tveir af þeim haldi erindi á viðkomandi ráðstefnu.
Með fundinum viljum við kanna áhuga félagsmanna til þátttöku í Follow the Vikings ráðstefnunum og jafnframt ræða hvernig verkefnið getur sem best stutt við bakið á ykkar starfi.
Vonumst til að sjá sem flesta sem eru að vinna með þetta tímabil sögunnar.
Stjórn SSF
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku ykkar í fundinum í Víkinni í mars á netfangið asborg@ismennt.is
ATH.
Stefnt er að því að halda aðalfund og söguslóðaþing SSF í Reykjavík 29. apríl 2016. Takið daginn frá !
Follow the viking fer vel af stað
Fulltrúar frá Samtökum um söguferðaþjónustu tóku þátt í fyrstu námsstefnu Evrópuverkefnisins Follow the Vikings í Foteviken í Svíþjóð dagana 19.-20. nóvember. Yfirskrift námsstefnunnar var „Presenting the Vikings“. Sigrún Þormar flutti erindi um miðlun á sögunni í Reykholti. Auk hennar voru á námsstefnunni á vegum SSF: Rögnvaldur Guðmundsson, form. SSF sem jafnframt situr í stýrihóp verkefnisins, og Skúli Björn Gunnarsson, gjaldkeri SSF til að fara yfir fjármál verkefnisins með framkvæmdastjórn þess. Þá komu á námsstefnuna frá Víkingaheimum og Gudrun Publishing þau Helgi Biering og Irene Greenwood Povlsen. Margt góðra fyrirlestra var haldið og vinnustofur í einföldum leiðum til að bjóða upp á lifandi þátttöku og leiðsögn á söfnum.
Næsta námsstefna, sem einnig ber yfirskriftina „Presenting the Vikings“, verður haldin í Catoira á Spáni dagana 25.-26. maí 2016. Hér er hægt að sjá „call for papers“ fyrir þá námsstefnu og hægt að senda inn tillögu um erindi til 29. febrúar. Stjórn SSF hvetur félaga sína til að skoða hvort þeir hafi eitthvað til málanna að leggja á Spáni eða áhuga á að fara þangað. Áhugasamir eru hvattir til að setja sig í samband við Rögnvald (rognvaldur@rrf.is) eða Skúla Björn (skuli@skriduklaustur.is) en samtökin munu greiða hluta ferðakostnaðar.
Þriðja námsstefnan sem hefur sömu yfirskrift og hinar verður síðan í Trelleborg í Danmörku 21.-22. september 2016 og vill stjórn SSF leggja að sínum félagsmönnum að fjölmenna þangað, enda stutt að fara.
Ný heimasíða
Ný heimasíða er að fara í loftið hjá SSF. Hún mun birtast á næstu dögum undir lénunum okkar soguslodir.is og sagatrail.is en félagar geta skoðað hana hér þangað til (http://sagatrailweb.elasticbeanstalk.com/en/). Ekki er allt fullunnið og eftir að fínpússa ýmislegt. Endilega sendið athugasemdir um það sem betur má fara til Skúla Björns (skuli@skriduklaustur.is). Inni á síðunni núna eru þeir sem voru í bæklingi sem gefinn var út í sumar en á næstu vikum verður reynt að koma öllum aðilum innan SSF inn á vefinn.
Félagsfundur í Eyjum 15.-16. okt.
Ágætu félagar!
Næsti félagsfundur verður haldinn í Vestmannaeyjum dagana 15.-16. okt. Gert er ráð fyrir að félagar taki Herjólf frá Landeyjahöfn á fimmtudeginum kl. 09:45 og
til baka frá Vestmannaeyjum á föstudag kl. 13.30. (mæting 30 mín. fyrir brottför)
(Þeir sem ná ekki Herjólfi fyrr en kl. 12.30 á fimmtudegi munu þó ná í hádegisverðinn.
Tilboð á gistingu frá Hótel Vestmannaeyjum
Eins manns herbergi með baði kr. 12.700
Tveggja manna herbergi með baði kr. 15.900, morgunverðarhlaðborð innifalið.
Aukanótt kr. 9.000.- á herbergi (bæði eins og tveggja manna.)
Hvetjum alla til að versla sér aukanótt, taka makann með eða bara hvern sem er, og vera í Eyjum fram á laugardag!
Þátttakendur bóka sjálfir gistinguna á hótelinu á hotelvestmannaeyjar@simnet.is eða í síma 481-2900 (Maggi eða Adda)
Hátíðarkvöldverður í Eldheimum á 6.900 kr.
Hádegisverðir á 2.000-2.500 kr í hvort sinn.
Skráning á fundinn er hjá Ásborgu Arnþórsdóttur á asborg@ismennt.is eða í s. 898 1957
Á dagskrá er m.a. kynning og umræða um þátttöku SSF í stóru Evrópuverkefni sem nú er að hefjast, Follow the Vikings og hægt er að fræðast frekar um hér á síðunni.
DRÖG AÐ DAGSKRÁ er að finna hér en nákvæm dagskrá verður sent inn í næstu viku.
Vonumst til að sjá sem flesta!
Stjórn Samtaka um söguferðaþjónustu
Velkomin á innri vef SSF
Ágætu félagar í Samtökum um söguferðaþjónustu. Á næstunni verður gamli vefurinn okkar tekinn úr sambandi og nýr vefur fyrir ferðamanninn ræstur á slóðunum http://www.soguslodir.is og http://www.sagatrail.is. Sá vefur er sniðinn fyrir ytri markaðssetningu á aðilum að samtökunum. En við félagarnir verðum líka að eiga okkur samastað. Við getum notað Facebook-síðu samtakanna til að kynna viðburði hvert fyrir öðru og íslenskum almenningi en fyrir innra starfið er nauðsynlegt að eiga óðal í einföldum vef. Og hér verður hann byggður upp á næstu vikum. Markmiðið er að hér verði að finna það helsta sem miðla þarf milli félagsmanna, fundargerðir, fyrirlestra, skýrslur, stefnur, ljósmyndir og jafnvel upptökur af málþingum. Þá gefst mönnum líka kostur á að kommenta eða koma með fyrirspurnir. Það er von okkar í stjórn að vefurinn eigi eftir að koma að góðum notum en það fer auðvitað eftir því hver virk við verðum öll í að setja inn á hann efni.
Með kveðju frá stjórn SSF
Skúli Björn