Aðalfundur 2019

Samtökin boða til aðalfundar í Skálholti og fræðsluheimsókna í Uppsveitum Árnessýslu dagana 4. – 5. apríl 2019.  Dagskráin hefst kl. 12.00 þann 4. apríl með heimsókn í nýju gestastofuna á Þingvöllum og lýkur um kl. 13.30 þann 5. apríl eftir hádegisverð í Friðheimum. Stefnum á að sameinast í bíla frá höfuðborgarsvæðinu eins og kostur er  (þeir sem þaðan fara).

Gist verður og fundað í Skálholti, kvöldverður snæddur og söguleg samvera stunduð.  Um margt er að ræða enda
mikill hugur í stjórn SSF að efla samtökin enn frekar eftir  mikla vinnu í kringum Evrópuverkefnið Follow the Vikings (2015-2019)
sem lýkur í júní (sjá: www.followthevikings.com). Afrakstur þess verður kynntur en áherslan framundan er á að styrkja samtökun og fjölga enn félögum.  Munum einnig fara yfir markaðs- og kynningaráætlun SSF frá 2015 með uppfærslu í huga.

Þá verður sérstaklega rætt um undirbúning fyrir áformaða fræðsluferð félaga í SSF til York (Jórvíkur) á Englandi og Edinborgar í Skotlandi í febrúar 2020.

Í hópavinnu þann 5. apríl verður eftitalið m.a. tekið fyrir:
– Innra starf SSF; efling og fjölgun félaga
– Ytra starf SSF; uppfærsla á vef, útgáfu (uppfært kort SSF fyrir2019 kemur út í apríl)
– Samstarf við Íslandsstofu, FÍSOS o.fl.

Kostnaður:
Gisting í Skálholti
– Tveggja manna herbergi með morgunmat 12.900 kr/eins manns 10.900 kr
– Einstaklingsherbergi í Selinu (sameiginlegt baðherbergi) með morgunmat 7.900 kr
—-
– Tvíréttaður kvöldverður í Skálholti (lamb og eftirréttur) 5.500 kr
– Hádegisverður í Friðheimum 2.250 kr

SSF býður upp á kaffiveitingar á milli mála.

Skráningar hjá Rögnvaldi Guðmundssyni rognvaldur@rrf.is

og hjá Ásborgu Arnþórsdóttur:  asborg@ismennt.is   s. 898 1957.

Dagskrá er sem hér segir:

Fimmtudagur 4. apríl

12.00  Mæting í nýju gestastofuna á Hakinu á Þingvöllum

  • Kynning á starfseminni og nýja sýningin skoðuð. Torfi Stefán Jónsson verkefnastjóri í Þingvallaþjóðgarði tekur á móti hópnum. http://www.thingvellir.is

13.30   Heimsókn í Laugarvatnshella milli Þingvalla og Laugarvatns

14.30.  Heimsókn í Efstadal II, ferðamannafjós og veitingastaður

16.00   Aðalfundur SSF haldinn í Skálholtsskóla

  • Hefðbundin aðalfundarstörf.

17.00. Félagsfundur fyrri hluti

  • Kynning félaga. Umræður um verkefni SSF og starfið framundan. Kynning á námi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur og lektor í hagnýtri menningarmiðlun.

18.30   Staðarskoðun á Skálholtsstað

20.00   Kvöldverður í Skálholtsskóla og samvera

Föstudagur 5. apríl

8.30   Félagsfundi framhaldið með hópastarfi

12.00  Heimsókn í Friðheima í Reykholti og hádegisverður

 

 

Reikningar og fréttabréf

Ágætu félagar!

Nú hafa verið sendir út reikningar vegna árgjalda og kynningargjalda fyrir árið 2018. Þeir ættu að hafa borist öllum í pósti ásamt fréttabréfi. Í því er rakið það helsta sem varðar starfsemi samtakanna um þessar mundir. Endilega kynnið ykkur það og stjórn treystir á skilvísar greiðslur. Hvað varðar nýja útgáfu af Íslandskortinu þá er enn verið að dreifa birgðum úr prentun síðasta hausts. Stefnt er á endurnýjun síðsumars.

Með sumarkveðju frá stjórn.

Aðalfundur í Stykkishólmi 12.-13. apríl

Ágætu félagar í Samtökum um söguferðaþjónustu!

Aðalfundur SSF 2018 verður haldinn í Fransiskus Hótelinu í Stykkishólmi fimmudaginn 12. apríl kl. 13.00.
Í tengslum við aðalfundinn verður einnig félagsfundur SSF, örþing og spennandi skoðunarferðir um Stykkishólm og Snæfellsnes með leiðsögn staðkunnugra félaga í SSF 12. og 13. apríl.

Mæting er kl. 12.00 á Hótel Fransiskus þann 12. apríl (innskráning og léttur hádegisverður)
og brottför um kl. 16.00 þann 13. apríl. Gott tilboð á gistingu (www.fransiskus.is).

Skráning er hjá undirrituðum og hefur verið framlengd til mánudagsins 26. mars
…en best að skrá sig sem fyrst þar sem gistipláss er takmarkað (21 herbergi). Enn eru herbergi laus.

Sjá drög að dagskrá. Endanleg dagskrá verður send út fyrir páska.
Sjáumst hress í Stykkishólmi, njótum samverunnar og komum heim margs vísari um hið fagra og söguríka Snæfellsnes.
Rögnvaldur Guðmundsson
formaður SSF
s. 693 2915

Íslandskortið loksins komið út

kort2017frontÁgætu félagar í Samtökum um söguferðaþjónustu! Loksins er nýja kynningarefnið okkar á prenti komið út. Íslandskort samtakanna sem sýnir yfir 40 staði vítt og breitt um landið og hvetur fólk til að kynna sér söguferðaþjónustu enn frekar gegnum heimasíðunar http://www.sagatrail.is. R3-dreifing mun sjá um að skipta kortunum út fyrir bæklingana okkar í hilluplássum næstu vikurnar. Og þeir sem fá ekki heimsókn frá þeim geta nálgast kort til að hafa hjá sér á næstu upplýsingamiðstöð. Kortinu er ætlað að lifa út árið 2018 og á því ekki að koma að sök þó að útgáfan sé seint á ferðinni, þó að vissulega hefði verið betra að koma þessu út í sumar. Stjórn biðst afsökunar á því en ýmsar annir, eins og undirbúningur víkinga-námsstefnunnar í Follow the Vikings, færðu tímaplön úr skorðum. En fyrir vikið komust einnig fleiri inn í kynningarefnið en upphaflega var útlit fyrir. Greiðsluseðlar fyrir kynningargjöldum til þeirra sem ekki höfðu þegar greitt munu berast á næstunni.

Víkinga-ráðstefna 25. og 26. október

Nú er komið að því! Dagana 25. og 26. október næstkomandi mun SSF sjá um fimmtu ráðstefnuna (5th seminar) í Evrópuverkefninu Follow the Vikings (2015-2019) sem styrkt er af Creative Europe áætluninni . Þar er SSF eini íslenski þátttakandinn en verkefnistíminn er nú liðlega hálfnaður.

HÉR er hægt að sjá spennandi og fróðlega dagskrá ráðstefnunnar sem verður haldin í
Norræna húsinu fyrri daginn en þann síðari í Reykholti í Borgarfirði. Þá verða þríréttaðir kvöldverðir hjá félögum okkar hjá Mat og Drykk/Sögusafninu á Grandagarði og í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Skoðunarferð um Reykjavík o.fl.

Nú eru um 60 þátttakendur frá 12 löndum skráðir erlendis frá. Síðan gefst félögum í SSF kostur að sitja ráðstefnuna,  annan daginn eða báða. Að öðru leyti verður ráðstefnan að mestu lokuð öðrum.

Kostnaður við dagana tvo:
Miðvikud. 25. okt.  (11000 kr.)
Ráðstefna Norræna húsi m. kaffi og hádegisverði   4000 kr.
Safnaheimsóknir og kvöldverður á Mat & drykk      7000 kr.

Fimmtud. 26. okt.   (11000 kr.)
Rútuferð og ráðstefna í Reykholti m. hádegisverði  4500 kr.
Kvöldverður og skemmtun í Landnámssetrinu          6500 kr.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig sem ‘Follow the Vikings Partners’ á slóðinni
http://destinationviking.com/follow-vikings-seminar-reykjavik-registration
Skrifa síða ‘Iceland Saga Trail Association’ í reitinn ‘Organisation’.

Nánari upplýsingar um verkefnið:
http://destinationviking.com/projects/follow-the-vikings/index
https://www.followthevikings.com/

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má fá hjá undirrituðum
Einnig hjá Skúla Birni á skuli@skriduklaustur.is og
Kaisu (starfsmanni SSF) á Katarzyna@islandsstofa.is

Skráningarfrestur er til mánudagsins 2. október!

Íslandskort til kynningar

Góðir félagar!

Sýnileiki söguferðaþjónustunnar er að aukast gegnum Netið og leggja samtökin megináherslu á vefinn soguslodir.is / sagatrail.is til kynningar á frábærri þjónustu og eftirminnilegum sögustöðum um land allt. Hann fær nú á milli 50 og 100 heimsóknir hvern dag. Ákveðið var árið 2015 að hætta útgáfu veglegs bæklings um aðilana en leita leiða til ódýrarari útgáfu sem lokkaði ferðamenn inn á staðina en ekki síður inn á vef samtakanna til að skipuleggja sínar ferðir betur. Úr varð að hafa þetta einfalt Íslandskort með grunnupplýsingum um þá aðila innan SSF sem eru með í kynningarefni og greiða kynningargjald. Hönnun er sem fyrr í höndum Ernest Backman og félaga. Fyrsta útgáfa kemur nú í júní og geta aðilar enn bæst í hópinn og tilkynnt um þátttöku til rognvaldur@rrf.is eða skuli@skriduklaustur.is. Lokafrestur til að komast inn á kortið er 16. júní.

Námsstefna í víkingaverkefninu í október

Þá liggur fyrir að í haust taka Samtök um söguferðaþjónustu á móti námsstefnu í Follow The Vikings verkefninu. Verður hún dagana 24 – 26. október og fer fram í Reykjavík og á Vesturlandi. Búast má við 60-80 gestum sem flestir koma frá erlendum samstarfsaðilum. En það er einnig mikilvægt að við heimamenn tökum þátt. Því mælum við með að fólk áhugasamt um víkingatímann og víkingaslóðir taki frá þessa dagana í almanakinu hjá sér. Nánari upplýsingar verða sendar út á næstunni í fréttabréfi sem kemur til ykkar um leið og árgjöldin.

Nýr samingur við ríkið

undirritun2017.jpegSigrún Brynja Einarsdóttir skrifstofustjóri ferðamála og Rögnvaldur Guðmundsson formaður SSF undirrituðu nýverið nýjan samning um stuðning ráðuneytis atvinnuvega og nýsköpunar við Samtök um söguferðaþjónustu. Samningurinn kveður á um verkefni sem miða að því að þróa enn frekar söguferðaþjónustu um land allt í krafti samtakanna.

Velheppnuð fræðsluferð fyrir austan

ssfaustur2017Fræðsluferð Samtaka um söguferðaþjónustu um Austurlands sem farin var um mánaðamótin mars apríl tókst með ágætum. Farið var á marga staði, byrjað inni í Fljótsdal og síðan farið niður á Firði. Aðalfundur var haldinn á Djúpavogi 1. apríl. Á honum voru hefðbundin aðalfundarstörf og var sitjandi stjórn endurkjörin. Á myndinni hér fyrir ofan eru söguþyrstir félagar að skoða hið nýja fornleifasvæði við Stöð í Stöðvarfirði þar sem fundist hafa minjar frá landnámstíma.

Aðalfundur á Djúpavogi 1. apríl

Aðalfundur Samtaka um söguferðaþjónustu 2017 verður haldinn á Hótel Framtíð Djúpavogi, 1. apríl

Stjórn Samtaka um sögugferðaþjónustu boðar til aðalfundar samtakanna á Hótel Framtíð, Djúpavogi laugardaginn 1. apríl kl. 9.00. Gögn fundarins er hægt að nálgast á hér á heimasíðunni. Dagskrá fundarins skv. samþykktum:

  1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
  2. Kynning og afgreiðsla aðildarumsókna.
  3. Afgreiðsla reikninga.
  4. (engar fyrirliggjandi)
  5. Starfsáætlun fyrir komandi starfsár og fjárhagsáætlun.
  6. Ákvörðun árgjalds.
  7. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
  8. Önnur mál.

Aðalfundarboð SSF2017

Ársreikningur 2016

Starfsáætlun SSF 2017

Fjárhagsáætlun SSF 2017