Velheppnuð fræðsluferð fyrir austan

ssfaustur2017Fræðsluferð Samtaka um söguferðaþjónustu um Austurlands sem farin var um mánaðamótin mars apríl tókst með ágætum. Farið var á marga staði, byrjað inni í Fljótsdal og síðan farið niður á Firði. Aðalfundur var haldinn á Djúpavogi 1. apríl. Á honum voru hefðbundin aðalfundarstörf og var sitjandi stjórn endurkjörin. Á myndinni hér fyrir ofan eru söguþyrstir félagar að skoða hið nýja fornleifasvæði við Stöð í Stöðvarfirði þar sem fundist hafa minjar frá landnámstíma.