Námsstefna í víkingaverkefninu í október

Þá liggur fyrir að í haust taka Samtök um söguferðaþjónustu á móti námsstefnu í Follow The Vikings verkefninu. Verður hún dagana 24 – 26. október og fer fram í Reykjavík og á Vesturlandi. Búast má við 60-80 gestum sem flestir koma frá erlendum samstarfsaðilum. En það er einnig mikilvægt að við heimamenn tökum þátt. Því mælum við með að fólk áhugasamt um víkingatímann og víkingaslóðir taki frá þessa dagana í almanakinu hjá sér. Nánari upplýsingar verða sendar út á næstunni í fréttabréfi sem kemur til ykkar um leið og árgjöldin.