Víkinga-ráðstefna 25. og 26. október

Nú er komið að því! Dagana 25. og 26. október næstkomandi mun SSF sjá um fimmtu ráðstefnuna (5th seminar) í Evrópuverkefninu Follow the Vikings (2015-2019) sem styrkt er af Creative Europe áætluninni . Þar er SSF eini íslenski þátttakandinn en verkefnistíminn er nú liðlega hálfnaður.

HÉR er hægt að sjá spennandi og fróðlega dagskrá ráðstefnunnar sem verður haldin í
Norræna húsinu fyrri daginn en þann síðari í Reykholti í Borgarfirði. Þá verða þríréttaðir kvöldverðir hjá félögum okkar hjá Mat og Drykk/Sögusafninu á Grandagarði og í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Skoðunarferð um Reykjavík o.fl.

Nú eru um 60 þátttakendur frá 12 löndum skráðir erlendis frá. Síðan gefst félögum í SSF kostur að sitja ráðstefnuna,  annan daginn eða báða. Að öðru leyti verður ráðstefnan að mestu lokuð öðrum.

Kostnaður við dagana tvo:
Miðvikud. 25. okt.  (11000 kr.)
Ráðstefna Norræna húsi m. kaffi og hádegisverði   4000 kr.
Safnaheimsóknir og kvöldverður á Mat & drykk      7000 kr.

Fimmtud. 26. okt.   (11000 kr.)
Rútuferð og ráðstefna í Reykholti m. hádegisverði  4500 kr.
Kvöldverður og skemmtun í Landnámssetrinu          6500 kr.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig sem ‘Follow the Vikings Partners’ á slóðinni
http://destinationviking.com/follow-vikings-seminar-reykjavik-registration
Skrifa síða ‘Iceland Saga Trail Association’ í reitinn ‘Organisation’.

Nánari upplýsingar um verkefnið:
http://destinationviking.com/projects/follow-the-vikings/index
https://www.followthevikings.com/

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má fá hjá undirrituðum
Einnig hjá Skúla Birni á skuli@skriduklaustur.is og
Kaisu (starfsmanni SSF) á Katarzyna@islandsstofa.is

Skráningarfrestur er til mánudagsins 2. október!