Árgjöld 2019

Á aðalfundinum í apríl 2019 var samþykkt óbreytt gjaldskrá fyrir aðild að samtökunum frá fyrra ári. En árið 2016 var tekin ákvörðun um hvað væri innifalið í árgjaldi annars vegar og kynningargjaldi hins vegar. Þá var samþykkt að lækka kynningargjald í 90 þús. kr. en það hafði verið 100 þús. kr. frá 2006. Markmiðið með því var að fjölga þeim sem greiða slíkt gjald og efla þannig fjárhagsgrundvöll samtakanna, m.a. til að geta haft starfsmann til að þjónusta félagsmenn. Árgjaldið er nú veltutengt og innifalið í fullri aðild er:
•  grunnskráning á vefinn sagatrail.is / soguslodir.is
•  límmiði fyrir glugga eða vegg um aðild að SSF
•  50% afsláttur af þátttökugjöldum á fundum og ráðstefnum SSF.

Árgjald 2019                                                Full aðild                  Aukaaðild (75%)

Gjaldflokkur 1 (ársvelta allt að 10 m.kr.)      16.000 kr.                   12.000 kr.

Gjaldflokkur 2 (ársvelta 10-40 m.kr.)           24.000 kr.                  18.000 kr.

Gjaldflokkur 3 (ársvelta yfir 40 m.kr.)         30.000 kr.                  22.500 kr.

Einstaklingar með aukaaðild greiði 6.000 kr.

Innifalið í 90.000 kr. kynningargjaldi er eftirfarandi:
•  ítarskráning á vef, s.s. skráning í fleiri flokka og í söguhringi
•  staðsetning og upplýsingar í prentuðu kynningarefni
•  afsláttur á auglýsingum
o  hjá samstarfsaðilum SSF
o  í auglýsingaherferðum SSF
•  fáni samtakanna (1 stk.)
•  aðgengi að ljósmyndagrunni SSF
•  aðstoð starfsmanns SSF við sýnileika á vef, s.s. TripAdvisor og Google Maps