Samtökin boða til aðalfundar í Skálholti og fræðsluheimsókna í Uppsveitum Árnessýslu dagana 4. – 5. apríl 2019. Dagskráin hefst kl. 12.00 þann 4. apríl með heimsókn í nýju gestastofuna á Þingvöllum og lýkur um kl. 13.30 þann 5. apríl eftir hádegisverð í Friðheimum. Stefnum á að sameinast í bíla frá höfuðborgarsvæðinu eins og kostur er (þeir sem þaðan fara).
Gist verður og fundað í Skálholti, kvöldverður snæddur og söguleg samvera stunduð. Um margt er að ræða enda
mikill hugur í stjórn SSF að efla samtökin enn frekar eftir mikla vinnu í kringum Evrópuverkefnið Follow the Vikings (2015-2019)
sem lýkur í júní (sjá: www.followthevikings.com). Afrakstur þess verður kynntur en áherslan framundan er á að styrkja samtökun og fjölga enn félögum. Munum einnig fara yfir markaðs- og kynningaráætlun SSF frá 2015 með uppfærslu í huga.
Þá verður sérstaklega rætt um undirbúning fyrir áformaða fræðsluferð félaga í SSF til York (Jórvíkur) á Englandi og Edinborgar í Skotlandi í febrúar 2020.
Í hópavinnu þann 5. apríl verður eftitalið m.a. tekið fyrir:
– Innra starf SSF; efling og fjölgun félaga
– Ytra starf SSF; uppfærsla á vef, útgáfu (uppfært kort SSF fyrir2019 kemur út í apríl)
– Samstarf við Íslandsstofu, FÍSOS o.fl.
Kostnaður:
Gisting í Skálholti
– Tveggja manna herbergi með morgunmat 12.900 kr/eins manns 10.900 kr
– Einstaklingsherbergi í Selinu (sameiginlegt baðherbergi) með morgunmat 7.900 kr
—-
– Tvíréttaður kvöldverður í Skálholti (lamb og eftirréttur) 5.500 kr
– Hádegisverður í Friðheimum 2.250 kr
SSF býður upp á kaffiveitingar á milli mála.
Skráningar hjá Rögnvaldi Guðmundssyni rognvaldur@rrf.is
og hjá Ásborgu Arnþórsdóttur: asborg@ismennt.is s. 898 1957.
Dagskrá er sem hér segir:
Fimmtudagur 4. apríl
12.00 Mæting í nýju gestastofuna á Hakinu á Þingvöllum
- Kynning á starfseminni og nýja sýningin skoðuð. Torfi Stefán Jónsson verkefnastjóri í Þingvallaþjóðgarði tekur á móti hópnum. http://www.thingvellir.is
13.30 Heimsókn í Laugarvatnshella milli Þingvalla og Laugarvatns
- Smári Stefánsson tekur á móti hópnum og fræðir um líf Hellisbúa og verkefnið. http://www.thecavepople.is
14.30. Heimsókn í Efstadal II, ferðamannafjós og veitingastaður
- Einn úr fjölskyldunni tekur á móti hópnum og kynnir sögu staðarins og þróun.
Kaffi og ís í Íshlöðunni. http://www.efstidalur.is og síðan ekið í Skálholt http://www.skalholt.is
16.00 Aðalfundur SSF haldinn í Skálholtsskóla
- Hefðbundin aðalfundarstörf.
17.00. Félagsfundur fyrri hluti
- Kynning félaga. Umræður um verkefni SSF og starfið framundan. Kynning á námi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur og lektor í hagnýtri menningarmiðlun.
18.30 Staðarskoðun á Skálholtsstað
20.00 Kvöldverður í Skálholtsskóla og samvera
Föstudagur 5. apríl
8.30 Félagsfundi framhaldið með hópastarfi
12.00 Heimsókn í Friðheima í Reykholti og hádegisverður
- Knútur Ármann kynnir starfsemina, sögu og þróun fyrirtækisins. http://www.fridheimar.is