Ágætu félagar í Samtökum um söguferðaþjónustu. Á næstunni verður gamli vefurinn okkar tekinn úr sambandi og nýr vefur fyrir ferðamanninn ræstur á slóðunum http://www.soguslodir.is og http://www.sagatrail.is. Sá vefur er sniðinn fyrir ytri markaðssetningu á aðilum að samtökunum. En við félagarnir verðum líka að eiga okkur samastað. Við getum notað Facebook-síðu samtakanna til að kynna viðburði hvert fyrir öðru og íslenskum almenningi en fyrir innra starfið er nauðsynlegt að eiga óðal í einföldum vef. Og hér verður hann byggður upp á næstu vikum. Markmiðið er að hér verði að finna það helsta sem miðla þarf milli félagsmanna, fundargerðir, fyrirlestra, skýrslur, stefnur, ljósmyndir og jafnvel upptökur af málþingum. Þá gefst mönnum líka kostur á að kommenta eða koma með fyrirspurnir. Það er von okkar í stjórn að vefurinn eigi eftir að koma að góðum notum en það fer auðvitað eftir því hver virk við verðum öll í að setja inn á hann efni.
Með kveðju frá stjórn SSF
Skúli Björn