Samningur Samtaka um söguferðaþjónustu og Íslandsstofu
Íslandsstofa og Samtök um söguferðaþjónustu hafa skrifað undir samning um samstarfsverkefni á sviði söguferðaþjónustu. Samningurinn hefur þann tilgang að nýta þá samlegð sem verður til í störfum Íslandsstofu og Samtaka um söguferðaþjónustu og ná þannig betri árangri af verkefnum. Starfsmaður verkefnisins er Katarzyna Dygul. Hún hefur áður starfað hjá alþjóða ráðgjafafyrirtækinu Tendensor í Svíþjóð sem sérhæfir sig í mörkun áfangastaða ásamt því að starfa m.a. hjá Baltic Development Forum og Iceland Unlimited. Samstarfsverkefnið er tímabundið í 3 mánuði og mun starfsmaður samtakanna starfa á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina.
Rögnvaldur Guðmundsson, formaður samtakanna og Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu skrifuðu undir samninginn sem tekur gildi 1. apríl.