Íslandskortið loksins komið út

kort2017frontÁgætu félagar í Samtökum um söguferðaþjónustu! Loksins er nýja kynningarefnið okkar á prenti komið út. Íslandskort samtakanna sem sýnir yfir 40 staði vítt og breitt um landið og hvetur fólk til að kynna sér söguferðaþjónustu enn frekar gegnum heimasíðunar http://www.sagatrail.is. R3-dreifing mun sjá um að skipta kortunum út fyrir bæklingana okkar í hilluplássum næstu vikurnar. Og þeir sem fá ekki heimsókn frá þeim geta nálgast kort til að hafa hjá sér á næstu upplýsingamiðstöð. Kortinu er ætlað að lifa út árið 2018 og á því ekki að koma að sök þó að útgáfan sé seint á ferðinni, þó að vissulega hefði verið betra að koma þessu út í sumar. Stjórn biðst afsökunar á því en ýmsar annir, eins og undirbúningur víkinga-námsstefnunnar í Follow the Vikings, færðu tímaplön úr skorðum. En fyrir vikið komust einnig fleiri inn í kynningarefnið en upphaflega var útlit fyrir. Greiðsluseðlar fyrir kynningargjöldum til þeirra sem ekki höfðu þegar greitt munu berast á næstunni.