FUNDUR Í SJÓMINJASAFNINU VÍKINNI 11. MARS

Ágætu félagar í SSF og sérstaklega þeir sem vinna með söguna fyrir árið 1300!

Boðað er til fundar um Follow the Vikings verkefnið sem hófst á síðasta ári og stendur til 2019.
Í verkefninu eru m.a. haldnar ráðstefnur með mismundandi þemum tvisvar á ári.  Næsta ráðstefna verður haldin  í Catoria á Spáni  25.-26. maí 2016 og síðan í Trelleborg i Danmörku í lok september.

Við hjá SSF munum síðan bjóða ráðstefnu í verkefninu í september á næsta ári (2017).
Fyrstu ráðstefunni er lokið og var hún haldin í Foteviken rétt sunnan við Malmö í Svíþjóð og þar tóku um 100 manns þátt.  Því er um að ræða frábært tækifæri til lærdóms og tengslamyndunar við aðila víðsvegar í Evrópu sem eru að þróa ferðaþjónustu er byggir á víkingatímanum.

Óskum eftir að fá til fundarins 11. mars sem flesta þá félaga í SSF sem eru að vinna með víkinga- og/eða söguritunartímann (þ.e. fram til 1300)

Stjórn SSF hefur ákveðið að styrkja allt að fjóra félaga í SSF um 500 Evrur til að fara á hverja af þessum ráðstefnum.  Gert er ráð fyrir að tveir af þeim haldi erindi á viðkomandi ráðstefnu.

Með fundinum viljum við kanna áhuga félagsmanna til þátttöku í Follow the Vikings ráðstefnunum og jafnframt ræða hvernig verkefnið getur sem best stutt við bakið á ykkar starfi.

Vonumst til að sjá sem flesta sem eru að vinna með þetta tímabil sögunnar.

Stjórn SSF

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku ykkar í fundinum  í Víkinni í mars á netfangið asborg@ismennt.is

ATH.
Stefnt er að því að halda aðalfund og söguslóðaþing SSF í Reykjavík 29. apríl 2016.  Takið daginn frá !