Félagsfundur í Eyjum 15.-16. okt.

Ágætu félagar!

Næsti félagsfundur verður haldinn í Vestmannaeyjum dagana 15.-16. okt. Gert er ráð fyrir að félagar taki Herjólf frá Landeyjahöfn á fimmtudeginum kl. 09:45 og
til baka frá Vestmannaeyjum á föstudag kl. 13.30. (mæting 30 mín. fyrir brottför)
(Þeir sem ná ekki Herjólfi fyrr en kl. 12.30 á fimmtudegi munu þó ná í hádegisverðinn.

Tilboð á gistingu frá Hótel Vestmannaeyjum
Eins manns herbergi með baði   kr. 12.700
Tveggja manna herbergi með baði   kr. 15.900, morgunverðarhlaðborð  innifalið.
Aukanótt kr. 9.000.- á herbergi (bæði  eins og tveggja manna.)

Hvetjum alla til að versla sér aukanótt, taka makann með eða bara hvern sem er,  og vera í Eyjum fram á laugardag!
Þátttakendur bóka sjálfir gistinguna á hótelinu á hotelvestmannaeyjar@simnet.is eða í síma 481-2900 (Maggi eða Adda)

Hátíðarkvöldverður í Eldheimum á 6.900 kr.
Hádegisverðir á 2.000-2.500 kr í hvort sinn.

Skráning á fundinn er hjá Ásborgu Arnþórsdóttur á asborg@ismennt.is eða í s. 898 1957

Á dagskrá er m.a. kynning og umræða um þátttöku SSF í stóru Evrópuverkefni sem nú er að hefjast, Follow the Vikings og hægt er að fræðast frekar um hér á síðunni.

DRÖG AÐ DAGSKRÁ er að finna hér en nákvæm dagskrá verður sent inn í næstu viku.

Vonumst til að sjá sem flesta!

Stjórn Samtaka um söguferðaþjónustu