Íslandskort til kynningar

Góðir félagar! Sýnileiki söguferðaþjónustunnar er að aukast gegnum Netið og leggja samtökin megináherslu á vefinn soguslodir.is / sagatrail.is til kynningar á frábærri þjónustu og eftirminnilegum sögustöðum um land allt. Hann fær nú á milli 50 og 100 heimsóknir hvern dag. Ákveðið var árið 2015 að hætta útgáfu veglegs bæklings um aðilana en leita leiða til...

Námsstefna í víkingaverkefninu í október

Þá liggur fyrir að í haust taka Samtök um söguferðaþjónustu á móti námsstefnu í Follow The Vikings verkefninu. Verður hún dagana 24 – 26. október og fer fram í Reykjavík og á Vesturlandi. Búast má við 60-80 gestum sem flestir koma frá erlendum samstarfsaðilum. En það er einnig mikilvægt að við heimamenn tökum þátt. Því mælum við með að fólk áhugasamt...