Góðir félagar! Stjórn samtakanna hefur ákveðið að félagsfundur haustsins verði í formi fræðsluferðar um Austurland þetta haustið. Hún fer fram dagana 3.-5. nóvember og verður lágmarksþátttaka 20 manns. Gert er ráð fyrir að koma austur að kvöldi fimmtudags 3. nóv. og fræðsluferðinni lýkur seinnipart laugardags 5. nóv. Heimsóttir verða söguferðaþjónustustaðir á Héraði, í Fjarðabyggð, á Breiðdalsvík og Djúpavogi og hlýtt á mörg fræðsluerindi. Vonandi hafa sem flestir tækifæri til að blása mæðinni eftir sumar- og hausttörn ferðaþjónustunnar og slást með í för. Skráning er hjá starfsmanni okkar á katarzyna@islandsstofa.is og skráningarfrestur er til 7. okt. Flugfélagið gefur góðan afslátt á flugi svo að kostnaður (gisting, matur, rúta) á einstakling er ca. 38.700 kr. ef menn koma akandi en 65.425 kr. ef menn nota flugið. Þar sem þetta er fræðsluferð eiga menn að geta sótt um styrk til síns stéttarfélags fyrir hluta kostnaðar. Nánari dagskrá og meiri upplýsingar er að finna hér í pdf-skjali ssffraedsluferd2016.
Month: september 2016
Symposium in York “Vikings on display” – 26 February 2017
Dear Members,
Hereby is an invitation to apply for the one-day conference with York Archaeological Trust in York Sunday 26th February 2017, where various aspects of working with the Viking-era material culture will be discussed.
To apply, send a paper of 20 minutes addressing the issues outlined in the attached invitation for this interdisciplinary conference. Please send a 250 word abstract to earlymedieval@yorkat.co.uk by 4th November 2016.
Verðum sýnileg á netinu
Stjórn SSF ákvað í sumar að ráða Katarzynu starfsmann okkar í nokkra mánuði í haustinu til að halda áfram að vinna í markaðsmálum samtakanna og aðildarfélaga. Eitt af því sem hún ætlar að gera á næstu vikum er að aðstoða félaga með fulla aðild og sem hafa greitt kynningargjald (90.000 kr.) við að verða sýnilegri á netinu. Við gerðum útttekt á þessu fyrr í sumar og komumst að því að margir okkar félaga eru lítt sýnilegir á Google maps og TripAdvisor. Í dag er það afar miklivægt því að ferðamenn nota þessi forrit til að sjá hvar áhugaverð þjónusta er. Katarzyna er líka að vinna í heimasíðunni http://www.sagatrail.is og því gott að menn skoði upplýsingar um sig þar og sendi henni tillögu um breytingar ef við á. Við erum síðan alltaf á höttunum eftir góðum ljósmyndunum.
Þeir sem ekki hafa greitt kynningargjaldið til SSF geta alltaf uppfært sína aðild í það og fengið þá meiri þjónustu. En ég vona að þið sem þegar hafið gert það takið vel í aðstoð Katarzynu og setjið ykkur í samband við hana og nýtið starfskraftanna.
með kveðju Skúli Björn