Verðum sýnileg á netinu

Stjórn SSF ákvað í sumar að ráða Katarzynu starfsmann okkar í nokkra mánuði í haustinu til að halda áfram að vinna í markaðsmálum samtakanna og aðildarfélaga. Eitt af því sem hún ætlar að gera á næstu vikum er að aðstoða félaga með fulla aðild og sem hafa greitt kynningargjald (90.000 kr.) við að verða sýnilegri á netinu. Við gerðum útttekt á þessu fyrr í sumar og komumst að því að margir okkar félaga eru lítt sýnilegir á Google maps og TripAdvisor. Í dag er það afar miklivægt því að ferðamenn nota þessi forrit til að sjá hvar áhugaverð þjónusta er. Katarzyna er líka að vinna í heimasíðunni http://www.sagatrail.is og því gott að menn skoði upplýsingar um sig þar og sendi henni tillögu um breytingar ef við á. Við erum síðan alltaf á höttunum eftir góðum ljósmyndunum.

Þeir sem ekki hafa greitt kynningargjaldið til SSF geta alltaf uppfært sína aðild í það og fengið þá meiri þjónustu. En ég vona að þið sem þegar hafið gert það takið vel í aðstoð Katarzynu og setjið ykkur í samband við hana og nýtið starfskraftanna.

með kveðju Skúli Björn