Opinn stjórnarfundur 14. nóv.

Stjórn Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF) hefur tekið ákvörðun um að halda ekki formlegan félagsfund þann 14. nóvember eins og boðað hafði verið.  Er það gert af tveimur meginástæðum. Annars vegar virðast félagsmenn hafa takmarkaðan tíma um þessar mundir til lengri samveru. Hins vegar er búið að boða til opins málþings um Söfn og ferðaþjónustu í Safnahúsinu við Hverfisgötu þann 18. nóvember á vegum Safnaráðs, Íslandsstofu, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þjóðminjasafnsins. Hvetur stjórn SSF félagsmenn sína til að fjölmenna þar.

Þar sem á borði stjórnar SSF liggja mörg miklvæg málefni um þessar mundir er í stað félagsfundar boðað til opins stjórnarfundar hjá Samtökum um söguferðaþjónustu mánudaginn 14. nóvember 2016, kl. 10-12 á Hótel Reykjavík Centrum við Ingólfstorg (fundarsalur –  Fógetastofan). Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um mikilvæg málefni sem eru á dagskrá fundarins. Eins er afar gott að hittast til að bera saman bækurnar.

Reynt verður að senda fundinn út beint á netinu svo að þeir sem ekki eiga heimangegnt geti einnig verið með okkur þennan mánudagsmorgun. Upplýsingar um það verða sendar út fyrir fundinn.

Dagskrá:
1. Fjármál og starfsemi ársins
– staða fjármála og verkefna
– starfsmaður og samstarf við Íslandsstofu
2. Markaðsstarf SSF
– hvernig fylgjum við eftir markaðs- og kynningaráætlun 2015-2020?
– hvernig vinnum við saman útgáfu, vef og samfélagsmiðla?
3. Follow the Vikings – verkefnið
– hver er reynslan af verkefninu fram að þessu?
– skipulagning námsstefnu á Íslandi haustið 2016
– verður „Road show“ á Íslandi 2018?
4. Staða samtakanna á 10 ára afmæli
– hvað brennur mest á félögum SSF?
– er vinnan í ferðaþjónustu að drepa félagsstarfsemi?
– þurfum við að breyta áherslum? Meiri áhersla á innra starf, fræðsluferðir etc?

Sjáumst hress og sem flest.

Stjórnin