Sigrún Brynja Einarsdóttir skrifstofustjóri ferðamála og Rögnvaldur Guðmundsson formaður SSF undirrituðu nýverið nýjan samning um stuðning ráðuneytis atvinnuvega og nýsköpunar við Samtök um söguferðaþjónustu. Samningurinn kveður á um verkefni sem miða að því að þróa enn frekar söguferðaþjónustu um land allt í krafti samtakanna.