Íslandskort til kynningar

Góðir félagar!

Sýnileiki söguferðaþjónustunnar er að aukast gegnum Netið og leggja samtökin megináherslu á vefinn soguslodir.is / sagatrail.is til kynningar á frábærri þjónustu og eftirminnilegum sögustöðum um land allt. Hann fær nú á milli 50 og 100 heimsóknir hvern dag. Ákveðið var árið 2015 að hætta útgáfu veglegs bæklings um aðilana en leita leiða til ódýrarari útgáfu sem lokkaði ferðamenn inn á staðina en ekki síður inn á vef samtakanna til að skipuleggja sínar ferðir betur. Úr varð að hafa þetta einfalt Íslandskort með grunnupplýsingum um þá aðila innan SSF sem eru með í kynningarefni og greiða kynningargjald. Hönnun er sem fyrr í höndum Ernest Backman og félaga. Fyrsta útgáfa kemur nú í júní og geta aðilar enn bæst í hópinn og tilkynnt um þátttöku til rognvaldur@rrf.is eða skuli@skriduklaustur.is. Lokafrestur til að komast inn á kortið er 16. júní.