Gleðilegt nýtt ár í söguferðaþjónustunni!

Góðir félagar! Stjórn samtakanna sendir hátíðarkveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Framundan er spennandi ár fyrir söguferðaþjónustu í landinu. Við stefnum á að halda aðalfund í mars og verður til hans boðað fljótlega eftir áramótin. Ætlunin er að halda hann á Austurlandi og reyna að fá þátttöku aftur í fræðsluferðina sem við vorum að reyna að ná félögum í í haust. Annar stórviðburður hjá SSF verður í 23.-27. október þegar við höldum stóra ráðstefnu í Follow the Vikings verkefninu. Nánar um þetta allt á nýju ári.