Fræðsluferð og aðalfundur 30. mars – 1. apríl

Ágætu félagar í Samtökum um söguferðaþjónustu!

Stjórn hefur ákveðið að boða aftur til fræðsluferðar um Austurland og halda aðalfund samtakanna samhliða henni á Djúpavogi 1. apríl. Fræðsluferðin byrjar að kvöldi fimmtudagsins 30. mars og teygir sig um Hérað og Firði allt til Djúpavogs. Haldin verða erindi og heimsóttir áhugaverðir sögustaðir og sýningar. Flugfélag Íslands veitir afslátt á flugi svo að ferð fram og til baka RVK-EGS-RVK er kr. 26.725. Þátttökugjald er kr. 12.000 fyrir þá sem eru með fulla aðild að SSF eða einstaklingsaðild en 24.000 kr. fyrir þá sem eru með aukaaðild eða utan félags. Innifalið í þátttökugjaldi er rútuferðir, máltíðir og aðgangseyrir. Boðið er upp á hagstæða gistingu í Óbyggðasetrinu í Fljótsdal og á Hótel Framtíð Djúpavogi. Dagskrá og aðrar upplýsingar er að finna í pdf-skjali sem er hægt að sækja hér. SKRÁNINGARFRESTUR ER TIL 1. MARS. Skráningar berist til Skúla Björns á netfang: skuli@skriduklaustur.is