Í samstarfi við Íslandsstofu stóðu samtökin fyrir útsendingu fréttatilkynningar erlendis á stofndegi samtakanna 18. maí til að vekja athygli á söguferðaþjónustu á Íslandi og síðunni sagatrail.com. BZ.Comm í Þýskalandi sendi SAGATRAIL fréttatilkynninguna á 1.300 miðla Fréttatilkynningin fékk „24,9% opening rate“ sem skv. BZ.Comm er mjög gott. Eftir fréttatilkynninguna hefur umferð þýskra aðila á vefsíðu Samtaka um söguferðaþjónustu aukist töluvert og skv. Stef hjá BZ.Comm hafa fleiri skoðað vefsíðuna heldur en myndirnar sem fylgdu fréttatilkynningunni en yfirleitt skoða flestir myndir og minna texta.
Um þessar mundir er unnið að því að færa inn á sagatrail.is upplýsingar um fleiri aðila sem eru með fulla aðild að samtökunum. Mikilvægt er að þeir sem ekki hafa þegar sent upplýsingar fyrir það geri það hið fyrsta og sendi til starfsmanns okkar katarzyna@islandsstofa.is.