Afmælismálþing og aðalfundur 29. apríl

SSF-augl-3-dlk-x-25cm-facebookBoðað er til aðalfundar Samtaka um söguferðaþjónustu í Norræna húsinu föstudaginn 29. apríl kl. 10. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf en fundarboð er hægt að sjá hér og þar er einnig að finna ársreikning 2015.

Eftir hádegi kl. 13 hefst síðan söguslóðaþing undir yfirskriftinni Tækifæri söguferðaþjónustunnar. Íslandsstofa og Norræna húsið er samstarfsaðilar samtakanna vegna þingsins og á því verða flutt mörg spennandi erindi. Meðal fyrirlesarar eru m.a. Andri Snær Magnason og Guðni Th. Jóhannesson. Þetta er níunda söguslóðaþingið sem samtökin standa fyrir og er sérstaklega veglegt í þetta sinn í tilefni tíu ára afmælis samtaknna í vor. Söguslóðaþingið er öllum opið en gott að menn skrái sig á islandsstofa@islandsstofa.is.