Aðalfundur í Stykkishólmi 12.-13. apríl

Ágætu félagar í Samtökum um söguferðaþjónustu!

Aðalfundur SSF 2018 verður haldinn í Fransiskus Hótelinu í Stykkishólmi fimmudaginn 12. apríl kl. 13.00.
Í tengslum við aðalfundinn verður einnig félagsfundur SSF, örþing og spennandi skoðunarferðir um Stykkishólm og Snæfellsnes með leiðsögn staðkunnugra félaga í SSF 12. og 13. apríl.

Mæting er kl. 12.00 á Hótel Fransiskus þann 12. apríl (innskráning og léttur hádegisverður)
og brottför um kl. 16.00 þann 13. apríl. Gott tilboð á gistingu (www.fransiskus.is).

Skráning er hjá undirrituðum og hefur verið framlengd til mánudagsins 26. mars
…en best að skrá sig sem fyrst þar sem gistipláss er takmarkað (21 herbergi). Enn eru herbergi laus.

Sjá drög að dagskrá. Endanleg dagskrá verður send út fyrir páska.
Sjáumst hress í Stykkishólmi, njótum samverunnar og komum heim margs vísari um hið fagra og söguríka Snæfellsnes.
Rögnvaldur Guðmundsson
formaður SSF
s. 693 2915